layer6
Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu  ‌‌‌‌‌‌‌‌‌Hnjúkabyggð 30, 540 Blönduós  Sími: 452 4526  netfang: skjalhun@simnet.is
Átak í söfnun skjala frá íþróttafélögum
merki_125-125
Þjóðskjalasafn Íslands
layer6
layer6
Húnahornið
Forsíða
Um safnið
Þjónusta
Fréttir
Fróðleikur
Sýningar
Tenglar
Myndasafn
Reglugerðir
Saga
Hlutverk

Átak í söfnun skjala og minja um íþróttastarf um land allt

 

Í tilefni af 100 ára afmæli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur sambandið og Félag héraðsskjalavarða á Íslandi ákveðið að ráðast í átak í söfnun skjala íþróttafélaga og héraðssambanda um land allt, þannig að þau varðveitist á öruggan hátt og verði aðgengileg á héraðsskjalasöfnum landsins. Átakið verður kynnt fjölmiðlum miðvikudaginn 18. apríl 2012 og telst formlega hefjast þann dag en þann dag eru 100 dagar þar til Ólympíuleikar í London hefjast. Stefnt er að því að átakinu ljúki í janúar 2013 um leið og afmælisári ÍSÍ lýkur og þá verði tekið saman yfirlit yfir þau skjalasöfn sem eru varðveitt á opinberum skjalasöfnum um land allt.

Hjá íþróttafélögum á Íslandi eru varðveitt margs konar skjöl og skjalleg gögn sem veita innsýn í starfsemi þeirra á liðnum árum og eru þar með mikilvægur sögulegur vitnisburður sem nýtist m.a. vel á tímamótum.  Með skjölum og skjallegum gögnum er meðal annars átt við fundagerðabækur, sendibréf, tölvupóst, ljósmyndir, félagaskrár, mótaskrár, ársskýrslur, kynningarefni og annað sem felur í sér sögu og lýsir starfsemi félaganna.

Áður en til afhendingar kemur er best að setja sig í samband við héraðsskjalavörð og ráðgast við hann um hvernig hentugast er að haga henni og um hvernig aðgengi að skjölunum skuli háttað. Þegar skjölin eru komin á skjalasafn er hægt að hafa þau að hluta eða í heild aðgengileg á lesstofu skjalasafnsins og félögin geta fengið þau lánuð út til dæmis fyrir sýningar.

Héraðsskjalasöfn á Íslandi eru 20 talsins og er starfsvæði þeirra lang stærstur hluti landsins. Nánar er hægt að fræðast um starfsvæði héraðsskjalasafna á Íslandi á heimasíðunni www.heradsskjalasafn.is

Íþróttafélög eru hvött til að hafa samband við Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu varðandi mögulegar afhendingar.

Til baka