layer6

Hvað er skjal?

Talið er að frummerking orðsins skjal sé ritað sönnunargagn, sönnun þess að einhver sáttmáli hafi verið gerður. Orðið hefur síðan fengið víðari merkingu og er nú notað um hvers kyns rituð gögn.

Skjöl eru öll skrifleg gögn, hvort sem þau eru skráð með venjulegum skriffærum, ritvél eða tölvu, á laus blöð eða bækur. Tölvupóstar eru líka skjöl sem þarf að prenta út og geyma. Gögn sem eingöngu eru inni í tölvum, þarf að athuga, með langtímavarðveislu í huga. Annað hvort að prenta út og/eða fá heimild til að varðveita það rafrænt á löglegan hátt.

Uppdrættir, ljósmyndir, filmur, örglærur, hljóðupptökur, segulbönd, tölvugögn eða önnur hliðstæð gögn sem notuð eru til varðveislu heimilda, teljast einnig til skjala.

Skjöl koma að stærstum hluta inn á safnið þegar þau hafa náð 20-30 ára aldri.


Skjalavarsla

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út árið 2010 Handbók um skjalavörslu sveitarfélaga. Handbókin ásamt öðrum reglum, leiðbeiningum og eyðublöðum varðandi skjalavörslu sveitarfélaga má finna á vef safnsins, hér.

Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu  ‌‌‌‌‌‌‌‌‌Hnjúkabyggð 30, 540 Blönduós  Sími: 452 4526  netfang: skjalhun@blonduos.is
Fróðleikur
merki_125-125
layer6
Húnahornið
layer6
Þjóðskjalasafn Íslands
Forsíða
Um safnið
Þjónusta
Fréttir
Fróðleikur
Sýningar
Tenglar
Myndasafn
Reglugerðir
Saga
Hlutverk