7.10. 2020
Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu fékk til varðveislu og eignar, safn ættrakningar Guðmundar Paul Jónssonar, á rafrænu formi.
Safn þetta nær yfir 160 þúsund einstaklinga, víða á
landinu og inniheldur mikið magn miðaldarakninga í Evrópu. Byrjað var að
skrá á tölvutækt form árið 1990.
Vill héraðsskjalavörður þakka Guðmundi fyrir svo
höfðinglega gjöf, sem á eftir að koma næstu kynslóðum til góða við leit að
forfeðrum sínum.
Stefnt er að halda kynningu á ættfræðigrunninum fyrri hluta árs 2021 og verður hann síðan gerður aðgengilegur fyrir alla.
Svala Runólfsdóttir héraðsskjalavörður