Gangnamannaskálar á Grímstungu- og Haukagilsheiði
Í tilefni af Norræna skjaladeginum sem haldinn er árlega, annan laugardag í
nóvember, nú 13.
nóvember.
Þetta árið erum við með þemað,
bændamenning/sveitalíf, höfum við á Héraðsskjalasafni Austur-Húnvetninga
ákveðið að fjalla um gangnamannaskála á Grímstungu- og Haukagilsheiðum.
Nýr skáli var byggður nú í sumar, og er hann sunnan við Gedduflá á
Grímstunguheiði. Hann
er samsettur úr 10 skálaeiningum með 29 gistiherbergjum, snyrtingum, matsal
og eldhúsaðstöðu og er rétt um 500fm að stærð, og þjónar báðum heiðunum. Á
sama tíma var byggt 120 fermetra hesthús.
Mynd Bjarni Kristinsson
Þetta var mikil bylting fyrir gangnamenn á þessum heiðum því að skálarnir
sem áður voru notaðir,
Öldumóðukvíslarskáli á Grímstunguheiði
Mynd Höskuldur B. Erlingsson
og
Álkuskáli á Haukagilsheiði
Mynd Jón Árni Magnússon
voru
klárlega börn síns tíma,
enda báðir byggðir 1978. Hesthúsið sést á myndinni við Álkuskála
en þar
er búið að byggja við báða enda. Rauði og guli hlutinn (miðjan) var byggður
fyrstur.
Þessir skálar voru
mikil breyting fyrir gangnamenn, því þeir skálar sem notaðir voru áður en þó
með sömu nöfn,
voru þannig að
ólíklegt
er
að margir kysu að gista í
þeim
í dag.
Mynd Björn Bergmann
Þessi mynd af Öldumóðukvíslarskála
var
tekin milli 1960 til 1964,
þá
var hann nýlega byggður.
Í
þessum
skála var gistiaðstaða gangnamanna, hunda og hesta ef þurfti því ekkert
hesthús var
til staðar.
Þann
20. ágúst 1964,
var samþykkt í hreppsnefnd Áshrepps að setja timburgólf í skálann,
"því
leitarmenn þurfi að liggja á saggafullu moldargólfi annars"
og var það sett innst í skálann og þar lágu gangnamenn í flatsæng.
Mynd Björn Bergmann
Hér standa Þormóður Pétursson, Grímur Gíslason og Konráð Eggertsson við
"boddýið"
sem keypt var í Reykjavík og flutt upp á Haukagilsheiði og gert að
Álkuskála. Það var árið 1961 sem Gísla Pálssyni á Hofi var falið af
hreppsnefndum Ás- og Sveinstaðahreppa
að framkvæma
"skálabygginguna".
Í þessum strætó var sofið, í flatsæng, og eldhúsaðstaðan var innst en þar
sem mennirnir standa var inngangurinn. En þarna var ekki hægt að setja inn
hesta svo að þá var síðar byggt hesthús eða 1964.
Mynd Björn Bergmann
Hér sést Magnús Pétursson með þrjá til reiðar,
til vinstri er
"boddýið"
eða Álkuskáli
þess tíma og til hægri sér í hesthúsið. Sést betur á myndinni hér fyrir ofan
af Álkuskála sem byggður var 1978.
Á svipuðum tíma og "Boddýið" var sett upp við Álku, var annað "boddý" sett við Fljótsdrög og virðist Gísli Pálsson á Hofi hafa átt það. Í fundargerðabók Sveinstaðahrepps stendur 9. mars 1967: "Lesið var upp og rætt, bréf frá Gísla Pálssyni bónda á Hofi í Vatnsdal dagsett 24/9 1966. Í því bréfi býður hann Upprekstrarfélaginu, leitarmannaskála þann er nú er í Fljótsdrögum, til kaups fyrir kr. 5250, hálfan á móti Áshreppi." þessu tilboði var hafnað en Gísli kom með annað tilboð seinna sem borið var upp á almennum sveitafundi í Sveinstaðahreppi 5. maí sama ár og var því tilboði tekið og þessi tillaga samþykkt: "Almennur sveitarfundur í Sveinstaðahreppi haldinn 5. maí 1967 samþykkir að upprekstrarfélagið kaupi leitarmannaskálann í Fljótsdrögum af Gísla Pálssyni að hálfu á móti Áshreppi ef viðunandi samningar nást. Felur fundurinn hreppsnefndinni að semja við Gísla og hreppsnefnd Áshrepps og ganga frá þessu máli fyrir næsta haust."
Þann 20. mars 1967 var haldinn sameiginlegur fundur hreppsnefnda Ás- og Sveinstaðahreppa og þá var ákveðið "Fundurinn samþykkir að laga girðinguna við Öldumóðuskála og stækka skálann til suðurs úr því efni sem fyrir er."
Þann
30. ágúst 1963
var
skrifað í fundargerð hreppsnefndar Áshrepps.
"Þá
ákvað nefndin að gera tilraun með að senda dráttarvél með vagni,
með trúss leitarmanna fram í Öldumóðukvíslarskála svo fremi að hún fáist með
sæmilegum kjörum. Skal svo gert í fyrstu og öðrum göngum."
Áður höfðu gangnamenn flutt sitt trúss á hestum og hver teymt sinn.
Fyrsti Öldumóðukvíslarskáli var byggður einhverntíman um aldamótin 1900.
Var
hann að mestu byggður úr því efni sem fannst á svæðinu.
Mynd Björn Bergmann
En timbur var flutt uppeftir, til dæmis í dyraumbúnað og þess háttar.
Fyrsti skálinn sem vitað er um að hafi verið notaður í leitum á heiðum er
Sandfellsfláarskáli, ein mynd er til hér á safninu af honum.
Mynd Björn Bergmann
Svona lítur Sandfellsfláarskáli út í dag. Myndin er tekin 08.09.2021
Mynd Jón Gíslason
Áður en skálarnir komu til sögunnar voru notuð tjöld og voru þau botnlaus,
tjöldin
síðan
notuð fram undir 1970 á Fremstaseli, en þá ákváðu menn að það væri það stutt
niður að réttinni að það tæki því varla að sofa þarna í tjöldunum og lengdu
dagleiðina um það sem því nam.
Héraðsskjalasafnið á engar myndir af þessum tjöldum, en miðað við lýsingu
þá voru þau lík þeim tjöldum sem voru notuð fyrir vegavinnuverkamenn á
þeim
tíma.
Höfundur Maríanna Þorgrímsdóttir
Heimildir:
·
Gjörðabók hreppsnefndar Áshrepps 1959-1966
·
Gjörðabók
hreppsnefndar Áshrepps 1966-1982
·
Gjörðabók hreppsnefndar Sveinstaðahrepps 1963-1978
·
Munnlegar heimildir:
Magnús Sigurðsson frá Hnjúki og Jón Gíslason frá Hofi